"Geymslur bjóða til leigu geymslur í yfir 100 mismunandi stærðum. Frá einum fermetra, upp í tugi fermetra og allt þar á milli. Leigutími frá 30 dögum eða eins lengi og þér hentar. "

Hagkvæm lausn fyrir hlutina þína

Losaðu bílskúrinn – Breyttu geymslunni í herbergi – Geymdu innbúið – Nýi lagerinn þinn – Verkfærin á öryggum stað – Geymdu garðhúsgögnin hjá okkur

Miðvikudagur 18.04.2018 - kl. 17:00

Vátryggingafélag Íslands hf. („VÍS“) hefur forræði svæðisins að Miðhrauni 4 samkvæmt heimild lögreglu. VÍS vinnur nú að hreinsun og takmörkun á almannahættu. Vettvangur brunans er lokaður enn sem komið er. VÍS vill koma þeim upplýsingum til ykkar leigutaka að Miðhrauni 4, að hreinsunarstarf muni halda áfram fram að helgi og vettvangurinn verða lokaður fyrir umferð. VÍS hefur tilkynnt Geymslum að nánari upplýsingar um framhaldið muni liggja fyrir n.k. föstudag. Geymslur munu miðla slíkum upplýsingum til leigutaka þegar þær liggja fyrir.

Ómar Jóhannsson
Framkvæmdastjóri
Geymslur ehf

------------------------------------------------

Fimmtudagur 12.04.2018 - kl. 20:00

Húsið/svæðið er lokað á vegum tryggingafélaga og verður það þar til að búið er að koma því í öruggt ástand.

Til stendur að rífa niður hluta af annarri og þriðju hæð sem eru líklega alveg ónýtar. Reynt verður að haga niðurrifi með þeim hætti að lágmarka mögulegt tjón á munum þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Nánara fyrirkomulag vegna jarðhæðarinnar verður ákveðið þegar húsið er öruggt og þá metið samkvæmt ástandi þess.

Ómar Jóhannsson
Framkvæmdastjóri
Geymslur ehf

------------------------------------------------

Föstudagur 06.04.2018 - kl. 16:00

Við getum nú staðfest að vettvangur eldsvoðans er lokaður öllum öðrum en lögreglu. Þessi lokun mun gilda út alla næstu viku. Á Þeim tíma er engum hleypt inn á svæðið nema rannsakendum og aðilum á þeirra vegum.

Það er því ljóst að ekki verður hægt að vitja geymsluhúsnæðisins fyrr en af þeim loknum, að lágmarki. Í samstarfi við tryggingarfélög húseigenda er nú unnið að því að girða svæðið af og loka húsinu eins vel og unnt er. Auk þess er mönnuð öryggisgæsla á svæðinu allan sólarhringinn.

Um leið og við höfum einhverjar frekari upplýsingar sem að gagni koma munum við láta vita af þeim hér.

Ómar Jóhannsson
Framkvæmdastjóri
Geymslur ehf

------------------------------------------------

Fimmtudagur 05.04.2018 - kl. 12:30

Í morgun varð alvarlegur eldsvoði í Miðhrauni 4, Garðabæ, þar sem Geymslur ehf. eru með sérhæft geymsluhúsnæði til leigu í hluta hússins. Eins og fram kemur í fjölmiðlum eru upptök eldsins talin vera í öðrum hluta húsnæðisins.

Umfang eldsvoðans er með þeim hætti að illa hefur gengið að hemja hann og barst eldurinn í geymsluhúsnæði okkar. Sem betur fer varð ekki manntjón í eldsvoðanum en því miður er allt útlit fyrir að tjón á verðmætum verði mjög tilfinnanlegt fyrir marga af viðskiptavinum okkar.

Við höfum nú þegar gert viðskiptavinum okkar viðvart með tölvupósti og verðum í frekari sambandi við þá eftir því sem mál þróast áfram.

Við viljum þakka slökkviliði og lögreglu fyrir þeirra starf við erfiðar aðstæður.

Ómar Jóhannsson
Framkvæmdastjóri
Geymslur ehf

Við bjóðum til leigu yfir 100 mismunandi stærðir af geymslum. Smelltu á myndirnar til þess að sjá dæmi um hvað hver stærð rúmar.
10,0 fermetra geymsla
10 fermetrar
7,0 fermetra geymsla
7 fermetrar
5,0 fermetra geymsla
5 fermetrar
3,0 fermetra geymsla
3 fermetrar
1,5 fermetra geymsla
1,5 fermetrar

Fiskislóð 11
101 Reykjavík
Tunguháls 8
110 Reykjavík
Fiskislóð 25
101 Reykjavík
10,0 fermetra geymsla
Iðavellir 13
230 Reykjanesbær

Þetta myndband sýnir fyrirkomulagið að Fiskislóð 11 og gefur um leið góða yfirsýn yfir fjölbreytileikan og skipulagið á því geymsluhúsnæði sem við bjóðum.